Segir þöggunarástand hafa gripið samfélagið vegna bankaskýrslunnar

vigdis17816Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar segir einkennilegt þöggunarástand hafa ríkt í samfélaginu um skýrslu hennar þar sem fjallað er um einkavæðingu bankanna hina síðari, og segist ekki hafa fengið skýringar á hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki áhuga á að fjalla um skýrsluna. Vigdís sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir að þeim sem vilji þagga niður það sem fram kemur í skýrslunni verði ekki kápan úr því klæðinu “ þannig ég bara spyr hvenær málið springur út því það er ekkert lengur hægt að stöðva þennan skriðþunga sem nú er kominn fram„,segir Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila