Segir tillögur ráðherra ekki taka á stærsta vandamáli sauðfjárbænda

Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts.

Tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra til lausnar á vanda sauðfjárbænda taka ekki á stærsta vandamáli þeirra sem sé sú birgðasöfnun sem átt hefur sér stað í landinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Svavars Halldórssonar framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Svavar segir margt ágætt í tillögum ráðherra en gagnrýnir tillögu þar sem gert sé ráð fyrir að gera starfslokasamning við þá bændur sem kjósa að hætta sauðfjárbúskap og skera niður allt sitt fé ” hvað á að gera við þær birgðir sem koma til vegna slíkra samninga, það hefur ekki verið gert ráð fyrir því, það er aðeins tekið á hálfum vanda bændanna” segir Svavar. Þá segir Svavar segir að tekjutap sauðfjárbænda muni koma verst niður á ungum skuldsettum bændum sem séu að hefja sín búskaparár ” þeir munu einfaldlega flosna upp og þurfa að hætta“,segir Svavar.

Athugasemdir

athugasemdir