Segir tryggingagjaldið vera tímaskekkju

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Tryggingagjaldið er tímaskekkja og engin ástæða til þess að leggja það á fyrirtæki eins og staðan í atvinnumálum er nú. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í vikunni en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Inga segir að það sé mat flokksins að leyfa ætti fyrirtækjum að njóta þess að hér sé lítið atvinnuleysi og taka tillit til þess “ það er ekki þar með sagt að það sé hægt að setja það á ef stefnir í krísu eins og hið mikla atvinnuleysi sem var á sínum tíma, en sú staða er bara alls ekkert uppi í dag þannig að tryggingagjaldið er að okkar mati tímaskekkja„,segir Inga. Þá var Inga spurð afstöðu flokksins til ýmissa annara mála og sagði Inga aðspurð um málefni Reykjavíkurflugvallar „ við erum afskaplega sátt við flugvöllinn þar sem hann er núna„. Hlusta má á þáttinn þar sem Inga fer yfir stjórnmálaástandið og stefnu flokksins í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila