Segir tvöfalt siðferði Pírata ekki ganga upp

agust5Ágúst Beaumont fyrrverandi ritari Pírata á Vesturlandi fer hörðum orðum um framkvæmd prófkjörs Pírata í norðvesturkjördæmi og segir ólíðandi að Píratar sitji uppi með listann óbreyttann í þeirrar smölunar sem hafði áhrif á uppröðun frambjóðenda. Forsaga málsins er sú að Þórður G. Pétursson, íþróttakennari, var sakaður af félagsmönnum um óæskilega smölun með því að bjóða vinum sínum og fjölskyldu velkomin í faðm Pírata. Ágúst segir með ásökununum hafi Þórður verið tekin pólitískt af lífi af Pírötum með óásættanlegum og niðrandi hætti, bæði á neti sem og í fjölmiðlum.  Listinn var síðar felldur í staðfestingakosningu sem Píratar um allt land gátu staðfest eða hafnað.
Eftir að ljóst var að listi Pírata í kjördæminu hefði verið felldur, var prófkjörið endurtekið og allir Píratar flokksbundnir Píratar fengu að taka þátt óháð búsetu. Áður hafði mikil umræða átt sér stað bæði í net- og kjötheimum, um að raða ætti á listann svipað til því sem félagsmenn í kjördæminu hefðu kosið, en þeir, sem vildu fordæma smölun Þórðar mundu sleppa því að kjósa hann eða raða honum annarstaðar á listann. Til þess kom þó ekki þar sem Þórður dró sig af lista og tók því ekki þátt i endurprófkjörskosningu.
Úrslitin úr síðara prófkjörinu komu flokksmönnum um allt land mjög á óvart, en þar hafði frambjóðandi sem áður hafði hafnað í 6. sæti á lista Pírata í kjördæminu, lent í 2. sæti, og hafði því hoppað um 4 sæti.  Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um smölun hefði verið að ræða, sem síðar fékkst staðfest.
Nú í dag, sem þakka má fréttaumfjöllun liðinnar viku, hafa margir stígið fram og tjáð undrun sína á þessari niðurstöðu, ásamt því að fjöldi skráðra Pírata hafa sett sig í samband við mig og kvartað undan símtölum Gunnars Ingibergs.  Þau símtöl voru flest á þá leið, að fella bæri listann og að kjósa bæri hann í efsta sæti listans.” segir Ágúst.
Með þessari hegðun Gunnars og hans stuðningsmanna, sýna þeir prófkjöri Pírata í kjördæminu lítilsvirðingu og siðlaust atferði, sem við Píratar viljum ekki vera þekkt fyrir.” segir Ágúst.
Ágúst segir að undanfarna daga hafi hann leitað skýringa á þeim vinnubrögðum sem Gunnar Ingiberg hafi viðhaft en svör hafi ekki fengist. Hann segir það skýra kröfu af sinni hálfu og margra annara flokksbundinna Pírata í kjördæminu að Gunnar dragi nafn sitt af listanum svo sátt náist um þann lista sem Píratar bjóði upp á í kjördæminu.
Tvöfalda siðgæði Pírata gengur ekki upp.  Það er ljóst að þeir sem vilja mótmæla þessum vinnubrögðum Gunnars Ingibergs hafa þann eina kost, í stöðunni, að strika hann útaf lista verði hann áfram á lista.” segir Ágúst að lokum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila