Segir umgengnistálmanir vera tekjulind ákveðinna stétta

Friðgeir Sveinsson hefur ekki fengið að hitta dóttur sína í tæp sjö ár.

Vissar stéttir hafa atvinnuhagsmuni af því að umgengnistálmanir verði áfram vandamál í íslensku samfélagi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Friðgeirs Sveinssonar sem er faðir sem ekki hefur fengið að hitta dóttur sína í tæp sjö ár en hann var gestur Ernu Ýrar Öldudóttur í þættinum Báknið burt í dag. Friðgeir segir að stéttir eins og lögmenn og sálfræðingar séu meðal þeirra sem maki krókinn á slíkum málum “ miðað við þau 500 mál sem eru í gangi á hverjum tíma getum við tekið þá hóflegu tölu að hver einstaklingur sem er að sækja sé með um tveggja milljón króna lögfræðikostnað á ári sem er vel sloppið þá gera þessi fimmhundruð mál um einn milljarð á ári„,segir Friðgeir.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila