Segir verkalýðsleiðtoga hafa ekkert haft sammerkt með verkalýðnum

Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur.

Verkalýðsleiðtogar hafa ekkert haft sammerk með verkalýð á Íslandi um árabil. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Jóns Kristins Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir að þetta sé meðal annars það sem varð til þess að Ragnar Þór Ingólfsson hafi náð kjöri í formannsembætti VR “ forysta VR hefur ekki verið í neinum tengslum við sinn almenna félagsmann, enda er mælikvarðinn til á þessi tengsl, og það er kosningaþátttakan„,segir Jón. Þá bendir Jón á að þegar uppgjörið á hruninu hófst hefði þurft að skoða fjárfestingar lífeyrissjóðanna „ sem voru alveg í gríðarlegum fjárfestingum alveg fram að hruni, það var alveg látið í friði„.

Athugasemdir

athugasemdir