Segir vinstri stefnuna vinna gegn kristni

snorriosk513Snorri Óskarsson fyrrverandi grunnskólakennari á Akureyri segir að hann hafi góða tilfinningu gagnvart komandi þingkosningunum og segist vera búinn að ákveða að kjósa Íslensku þjóðfylkingunar þar sem hún standi vörð um kristin gildi. Snorri sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir að hann telji að vinstri stefnan í samfélaginu vinni markvisst gegn kristnum gildum og því hafi það orðið niðurstaða hans að greiða Íslensku þjóðfylkingunni atkvæði í kosningunum „ það er vegna þess að þeir þora að stíga fram og nefna þessi kristnu gildi, við erum að upplifa allt of mikið af því að bæði skólar og yfirvöld eru að fara gegn kristnum gildum t,d að þora ekki að gefa nemendum Nýja testamentið, það er fáheyrð vitleysa því það þarf að kenna börnunum hvað er satt og rétt og það er engin bók betri til þess en Nýja testamentið og að loka á þetta er náttúrulega bara heigulsháttur, en því miður vil ég segja að þetta er kannski vinstri stefnan sem er að birtast svona„,segir Snorri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila