Segir yfirvöld taka ætíð stöðu með fjármálaöflum fremur en heimilum

villibirgis7Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framkomu stjórnvalda gagnvart almenningi á Íslandi bera öll merki þess að stjórnvöld kjósi fremur að taka stöðu með fjármálaöflunum í landinu fremur en heimilunum og almenningi. Vilhjálmur sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir að þetta hafi mátt glögglega sjá með grímulausum hætti í tíð norrænu velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur “ við getum rifjað upp að í október 2008 þegr Jóhanna Sigurðardóttir skipaði fræga nefnd undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar sem hafði það hlutverk að kanna hvernig hægt væri að deila byrðum hrunsins með sanngjörnum hætti milli skuldara og lánveitenda, niðurstaðan varð bara sú að það væri alls ekki hægt að taka neysluvísitöluna úr sambandi vegna þess að það myndi kosta fjármálakerfið í kringum 200-300 milljarða, en skítt með heimilin, þeim mátti fórna á altari verðtryggingarinnar eins og enginn væri morgundagurinn, þannig það virðist vera gegnum gangandi að stjórnvöld taka ætíð stöðu með fjármálaöflunum í þessu landi„,segir Vilhjálmur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila