Segist bjartsýn í aðdraganda kosninga

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavík.

það var hringt í mig í dag og ég látin vita af þessari niðurstöðu, við erum djúpt snortin“,sagði Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins um niðurstöður skoðanakönnunar Útvarps Sögu þar sem Miðflokkurinn í Reykjavík mældist með mest fylgi. Vigdís sagði meðal annars frá kosningabaráttunni sem nú er að hefjast en Vigdís hefur að undanförnu verið að hitta borgarbúa og funda með þeim þegar tækifæri hefur gefist, en hún segir unga fólkið hafa meðal annars mestar áhyggjur af geðheilbrigðismálum ” við erum að fara að kynna stefnu okkar í þeim málum í næstu viku svo við erum að undirbúa það“. Þá segir Vigdís unga borgarbúa hafa talsverðar áhyggjur af framtíð ungs fólks á húsnæðismarkaði ” ég er alltaf að heyra af fleirum sem eru mjög óánægðir með þessa þéttingu byggðar, við viljum taka á þessum húsnæðismálum líka“.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila