Segja stjórnarskrármálið ekki eiga að vera í forgangi á næsta kjörtímabili

steinunnogkolbeinnKolbeinn Óttarsson Proppé og Steinunn Þóra Árnadóttir frambjóðendur Vinstri grænna sem voru gestir Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segja að þeim hugnist ekki að stjórnarskrármálið verði sett á oddinn á næsta kjörtímabili líkt og Píratar hafa boðað komist þeir í ríkisstjórn. Kolbeinn bendir á að klára þurfi önnr brýnni mál fyrst “ það er kominn ákveðinn efnahagsbati í gang, við höfum orðið meira á milli handanna, gæðin eru að aukast, það hvernig farið verður með þennan efnahagsbata er í mínum huga stærsta verkefnið, hvernig unnið verði að því að útrýma misskiptingu, hvernig jöfnuður verður aukinn, hvernig félaglega rekið heilbrigðiskerfi verður aukið er ekki verkefni sem ég myndi treysta mér til að klára á örfáum mánuðum, þannig að setja næsta kjörtímabil þannig að það standi og falli með þessu eina máli er eitthvað sem mér hugnast ekki„,segir Kolbeinn. Steinunn er sama sinnis “ ég held ég geti tekið undir þetta allt sem Kolbeinn sagði„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila