„ Sérfræðiþekking Lilju Mósesdóttur var vannýtt risa auðlind“

atligisladokkAtli Ingibjargar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og hæstaréttarlögmaður segist undrast að í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi sú sérfræðiþekking sem hafi verið til staðar innan flokkana ekki verið nýtt til þeirra verka sem þurfti til þess að greiða úr því áastandi sem skapaðist eftir bankahrunið 2008. Atli sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir sérstaklega á þekkingu Lilju Mósesdóttur í því sambandi “ hún meira segja hafði bent á leiðir sem aldrei var hlustað á, leiðir sem aðrir flokkar tóku svo upp, sérstaklega gagnvart þessari snjóhengju, þarna er þetta ekkert nýtt„,segir Atli.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila