Síðdegisútvarpið: Bankasalan stærri en Icesave málið

Stöðva ætti öll áform um sölu á Landsbankanum strax enda séu þeir aðilar sem komu Íslandi á kalda kol í bankahruninu með áætlun um að kaupa upp Ísland á ný og hefur sú áætlun þegar farið af stað, og hafa þeir aðilar augastað á bönkum landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir hvítbókina um íslenska fjármálakerfið gefa beinlínis leiðbeiningar hvernig óprúttnir aðilar geti komist yfir bankana “ þetta er þvælubók og þetta er matseðill elítunnar og djúpríkisins á Íslandi hvernig eigi að komast yfir bankana, þeir ætla að byrja núna árið 2019 að lækka þennan bankaskatt sem er 0,3% þannig að þetta á að fara af stað á næsta þingi, ef salan verður að veruleika þá á almenningur eftir að fara í gulu vestin og gera allt vitlaust því hann lætur ekki bjóða sér þetta, þetta mál er mun stærra en Icesave málið„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila