Símatíminn: Fjórflokkurinn er valda og fjármálasamtök

Fjórflokkurinn er valda og fjármálasamtök sem þekkist best á því að þegar kemur að ákveðnum málum sem varða völd eða fjármálahagsmuni ganga þeir sem eru innan fjórflokksins í takt. Þetta var meðal þess sem  fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag. Fram kom í þættinum að orkupakkamálið fræga sé til dæmis gott dæmi um samtryggingu flokkanna fjögurra “ þetta hefur gengið svo langt að tveir stjórnarandstöðuflokkar hafa skorað á ríkisstjórnina að samþykka orkupakkann„,sagði Pétur. Arnþrúður bendir á að með því hafi fjórflokkurinn komið upp um sig “ þetta er auðvitað það sem þau biðu eftir, en það sýnir best samstöðu fjórflokksins hvað hann er magnaður á bak við tjöldin, hvað hann vinnur í grunninn saman að ákveðnum málum á meðan almenningur er látinn halda eitthvað annað, og þarna koma þau mjög upp um sig því þau eru líka að girða fyrir það að forsetinn þurfi að standa fyrir þeirri ákvörðun að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og nú getur hann sagt að það sé almenn breið samstaða í þinginu um málið„,segir Arnþrúður. Hlusta má á samtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila