Sirrý spáði fyrir um komu Vigdísar Hauksdóttur í borgarmálin fyrir Miðflokkinn

Sirrý spákona.

Sirrý spákona spáði því í áramótaspá Útvarps Sögu sem var á dagskrá 23.janúar síðastliðinn að kona kæmi óvænt inn á sjónarsviðið inn í borgarstjórnarkosningarnar og taldi líklegt að sú kona kæmi inn fyrir Miðflokkinn. Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri ræddi við Sirrý í þættinum, og sagði Sirrý þar meðal annars frá því að ungur maður kæmi sterkur inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en síðan komi fram kona úr allt annari átt, aðspurð hvaðan sú kona kæmi sagði Sirrý „hún gæti komið úr Miðflokknum frá Sigmundi Davíð, alveg þrælsniðug kona, hún kemur líka mjög sterk inn„,sagði Sirrý. Hlusta má á þann hluta þáttarins þar sem þetta kom fram hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila