„Sjávarbyggðirnar hafa verið rúnar möguleikanum að lifa á fisknum“

Halldór Gunnarsson oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.

Leyfa ætti frjálsar krókaveiðar í þeim sjávarbyggðum sem misst hafa frá sér kvótann svo þær geti lifað á þeim fiski sem eru við strendurnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Gunnarssonar oddvita Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldór segir að ekki ætti að setja nein dagamörk þegar kemur að strandveiðum enda hafi frjálsar veiðar ekki teljandi áhrif á fiskistofna “ við getum alveg leyft þetta óheft því það skerðir ekki nokkurn skapaðan hlut þetta dýrmæti sem er í sjónum„,segir Halldór. Þá vill Halldór bæta enn frekar atvinnumögleika á landsbyggðinni meðal annars með því að gefa bændum meiri kost á að selja beint frá býli „ við eigum að horfast í augu við það að við verðum að leyfa bændum með afgerandi hætti að geta framleitt vörur beint frá bónda„.

Athugasemdir

athugasemdir