Skátar segja nauðsynlegt að uppfræða erlenda skáta um hætturnar á Íslandi

Nauðsynlegt er að fræða erlenda skáta um þær hættur sem geta leynst í íslenskri náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta vegna atvika þar sem tveir hópar skáta frá Frakklandi komu við sögu í Reynisfjöru og við Skaftá í gærkvöld. Í tilkynningunni segir meðal annars “ hópur erlendra skáta lék háskaleik í Reynisfjöru síðdegis. Skátarnir sem ákváðu að vaða Skaftá höfðu verið verið varaðir við af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Laka þaðan sem voru að koma, en virtu þá viðvörun að vettugi. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og aðrir viðbragðsaðilar ss. lögregla, sjúkraflutningamenn, rauði krossinn, Landshelgisgæslan og fleiri komu að björgunaraðgerðum„. Hermann Sigurðsson framkvæmdastjór Bandalags íslenskra skáta segir mikil mildi að ekki hafi farið verr en búið sé að hafa samband við Bandalag franskra skáta og tilkynna um atburðinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila