Skattkerfið gert vísvitandi of flókið til að fela raunverulega skattbyrði

Skafti Harðarson formaður Félags Skattgreiðenda.

Íslenska skattkerfið er vísvitandi gert of flókið í þeim tilgangi að almenningur eigi erfitt með að átta sig á hvað hann borgar í raunskatta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Skafta Harðarsonar formanns Félags Skattgreiðenda í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Skafti segir að hann hafi reynt að reikna út hversu mikið almenningur borgi í skatta en það hafi reynst þrautin þyngri „ það er algjörlega ómögulegt því kerfið er svo flókið, en það er gert svona flókið vísvitandi til þess að við áttum okkur ekki á hversu mikið við borgum í skatta í raun„,segir Skafti. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila