Skemmdarvargar á ferð í Seljahverfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga fengið nokkrar tilkynningar um skemmdarverk í Seljahverfi.

Skemmdarvargarnir sem um ræðir hafa meðal annars brotið rúður í bifreiðum á stæðum í hverfinu og unnið skemmdarverk á öðrum lausamunum, meðal annars reiðhjólum barna og matarvagni.

Í gær var tilkynnt um bifreið sem rúða hafði verið brotin í að næturlagi og í nótt varð bifreið sem lagt hafði verið við Seljaskóla fyrir barðinu á skemmdarvörgunum sem brutu nánast allar rúður í henni. Ekki er vitað hverjir hafa verið að verki en grunur leikur þó á að um sömu aðila sé að ræða í þeim tilvikum sem komið hafa upp. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila