Skipað í fagráð Menntamálastofnunar

skolastofanMenntamálastofnun hefur skipað í fagráð stofnunarinnar en fagráðin eru skipuð í samræmi við ákvæði laga um Menntamálastofnun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Í tilkynningunni segir að hlutverk fagráðanna sé að vera stofnuninni til ráðgjafar og aðstoðar svo hún geti sem best sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Fagráðin eru á eftirtöldum þremur starfssviðum:
1. Náms- og gæðamati.
2. Gerð og miðlun námsgagna.
3. Upplýsingagjafar og þjónustu.
Skipunartími fagráðanna er frá 24. nóvember 2016 til þriggja ára.

Fagráðin eru skipuð sérfróðum fulltrúum en nánar er kveðið á um starfshætti fagráðanna í reglugerðum þar að lútandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila