Skiptar skoðanir um skortstefnu í lambakjötsframleiðslu

Minni framleiðsla á lambakjöti mun að endingu skila hærra verði til bænda, án þess þó að koma niður á neytendum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Benediktssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru viðmælendur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haraldur segir stefnt að því að auka vöruúrval lambakjöts og bæta vinnsluna til muna “ við erum að keppa við fyrirtæki og framleiðiendur sem eru að reka þetta á miklu hagkvæmari hátt og hafa lægri launakostnað en við og þess vegna gengur mjög á launahlut bóndans„. Lilja Rafney Magnúsdóttir segist ekki hrifin af þeirri stefnu að draga úr framleiðslunni og bendir á að tækifæri séu í útflutningsmálum, fjölgun ferðamanna og útfæra mætti lambakjötið á þann hátt að það henti betur fyrir veitingastaði „ við getum horft fram á skort ef við fækkum bændum, og hvað ætlum við að gera ef neyslan vex, eigum við þá að fara að flytja inn lambakjöt að utan?„,spyr Lilja. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila