Skipulagsyfirvöld ekki nægilega lausnarmiðuð

Trausti Valsson skipulagsfræðingur.

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru ekki nægilega lausnarmiðuð þegar kemur að skipulagi miðborgarinnar sem veldur því að ekki verður samræmi á heildarmyndinni þegar byggt hefur verið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Trausta Valssonar skipulagsfræðings í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Trausti bendir á að fjölmörg nýrri hús í miðbænum passi ekki inn í heildarmyndinga “ það vantar allt formrænt þema og þetta er allt úr sitthvorri áttinni, þetta er komið út í algert rugl„,segir Trausti. Trausti hefur lengi ritað um skipulagsmál á heimasíðu sinni en fyrir áhugasama er hægt að skoða heimasíðu Trausta með því að smella hér. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila