Skora á stjórnvöld að lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér ályktun sem samþykkt var á landsfundi samtakanna á dögunum þar sem skorað er á stjórnvöld  að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks “ og tryggja þannig að fatlað fólk njóti allra þeirra mannréttinda sem hann mælir fyrir um. Jafnframt er skorað á stjórnvöld að láta þýða almennar athugasemdir (e. General Comments) eftirlitsnefndar með samningnum varðandi túlkun einstakra ákvæða hans og gera þær öllum aðgengilegar, einnig á auðlesnu máli„,segir í ályktuninni. Í sömu ályktun eru sveitarfélög harðlega gagnrýnd vegna stöðu húsnæðismála fatlaðra en um þau mál segir “ Skorað er  á öll sveitarfélög að gera þeim fötluðu einstaklingum sem eru á biðlista eftir húsnæði   tafarlaust grein fyrir hvenær þeir fá viðeigandi húsnæði og gera tímasettar þjónustuáætlanir með hverjum og einum eins og ber að gera samkvæmt lögum og reglum. Ástandið í húsnæðismálum fatlaðs fólks er algjörlega óásættanlegt eins og það er í dag!„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila