Skötuveislan að hefjast á Sjávarbarnum

Sjávarbarinn Magnús Ingi Magnússon Skata

Magnús Ingi Magnússon

Nú þegar jólin nálgast eru fjölmargir sem hafa það fyrir árlega hefð að fá sér skötu í aðdraganda þeirra. Einn þeirra sem er frægur fyrir skötuveislur sínar er hinn eini sanni Magnús Ingi á Sjávarbarnum sem löngu er orðinn landsþekktur. Þegar Magnús Ingi kveikir undir skötupottunum komast allir í jólaskap á Grandagarðinum. Undanfarin ár hefur skötuilmurinn fundist þremur vikum áður en jólahátíðin gengur í garð, enda Íslendingar sólgnir í skötuna. Hin hefðbundna skötuveisla Magnúsar Inga byrjaði í hádeginu  1. desember og stendur langt fram á Þorláksmessukvöld. Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að verðið hjá Magnúsi er á afar sanngjörnu verði eða 3600 krónur á mann. Þá hefur Magnús efnt til Facebook leiks á Facebooksíðu Sjávarbarsins þar sem heppnir viðskiptavinir geta átt von á glaðningi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila