Sólveig Anna kjörin formaður Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir formannskjörið sem fram fór í gær. Sólveig bauð fram undir merkjum B-lista sem fékk lang flest atkvæði í kjörinu eða 2099 atkvæði. Óhætt er að segja að Sólveig og B-listinn hafi sigrað með miklum yfirburðum en A-listi stjórnar og trúnaðarráðs hlaut aðeins 519 atkvæði. Sólveig sagði í samtali við fjölmiðla eftir að úrslitin urðu ljós að hún væri algjörlega orðlaus yfir þeim stuðningi sem framboð hennar hefði fengið. Sólveig segist afar sátt með útkomuna og hingað til hefði hún aðeins mætt jákvæðu viðmóti af hálfu félagsmanna Eflingar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila