Spilafíkn fyrst og fremst fíkn í spennu og áhættu

Benedikt Þór Guðmundsson og Alma Hafsteins ásamt Sigrúnu Kjartansdóttur.

Spilafíklar spila sjaldnast vegna þess að þeir séu fjárþurfi, heldur snýst fíknin um þá athöfn að spila og taka áhættu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ölmu Hafsteins fíkni og fjölskyldumarkþjálfa og Benedikts Þórs Guðmundssonar aðstandenda spilafíkils í Heilsuþættinum á dögunum en þau voru gestir Sigrúnar Kjartansdóttur. Þau segja skorta mjög mikið á umræðuna um sjúkdóminn og benda á að þegar leitað er upplýsinga um sjúkdóminn t,d á vefsíðum á vegum hins opinbera sé mjög lítið að finna “ og maður veltir fyrir sér hvers vegna það eru ekki til meiri upplýsingar um þetta efni, kannski sýnir þetta okkur að við erum bara einfaldlega ekki komin lengra en þetta„,segir Benedikt. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila