Stefnt á sýnatöku til þess að kortleggja útbreiðslu og ónæmi kólibaktería

Unnið er að undirbúningi tveggja rannsóknarverkefna sem miða að því að kortleggja útbreiðslu og lyfjaónæmi kólibaktería. Meðal annars er stefnt að því að taka sýni úr grænmeti, dýrum og einnig á hinum ýmsu stöðum í umhverfinu. Eins og kunnugt er hafa vísindamenn og yfirvöld víða um heim miklar áhyggjur af mikilli sýklalyfjanotkun í landbúnaði og þau áhrif sem hún hefur á sýkla sem þróa með sér ónæmi gegn lyfjunum með tímanum, enda skapi slíkt hættu á því að ekki verði hægt að stöðva útbreiðslu hættulegra sjúkdóma komi þeir upp. Þess má geta að Ísland er eitt þeirra landa sem notar minnst af sýklalyfjum í heiminum og er staðan því hér á landi almennt talin góð.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila