Steingrímur Joð í aðalhlutverki í leyniskjölum Vigdísar

vigd01Vigdís Hauksdóttir sem ætlar að birta mikið magn gagna í haust, sem meðal annars snúa að Víglundarmálinu segir Steingrím J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra vera í aðalhlutverki í skjölunum. Vigdís sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í gær segir málið víðfemt og angar þess teygji sig víða „ þetta snerist allt um það að þjónka erlenda kröfuhafa, þetta snerist líka um ESB umsóknina, að gefa allt eftir gagnvart því til þess að hægt væri að renna Íslandi inn í Evrópusambandið, þetta snerist líka um Icesave, að koma því inn, við sitjum uppi með rosalegan skaða af Icesave upp á 300 milljarða því að Landsbankinn var látinn taka risastórt skuldabréf sem var hluti af Icesave, sem að eftir á að hyggja við áttum ekki að gera og Steingrímur átti aldrei að gefa heimild fyrir„,segir Vigdís.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila