Steingrímur Joð lét undan þrýstingi til þess að koma á stjórnarsamstarfi

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra.

Vinstri grænir létu undan þrýstingi Samfylkingarinnar hvað varðar kröfu hennar um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, til þess að geta myndað norrænu velferðarstjórnina. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar þingmanns Visntri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Hauks Haukssonar. Steingrímur segir framgöngu ríkisstjórnarinnar í ESB málinu hafi gengið lengra en hann hafi viljað“ á endanum gekk sú málamiðlun sem flokkarnir gerðu lengra en við höfðum séð fyrir okkur og ég hefði viljað, en það var úrslitakostur til þess að stjórnin gæti orðið til, að ganga frá því máli„,segir Steingrímur. Hann segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki orðið stefnubreyting hjá flokknum í ESB málinu “ við skiptum ekki um skoðun og breyttum ekki um stefnu og hún er óbreytt enn þann dag í dag„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila