Sterkari verkalýðsforusta kallar eftir róttækum kerfisbreytingum

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Með nýjum verkalýðsleiðtogum, Ragnari Þór hjá VR og Sólveigu Önnu Jónsdóttur hjá Eflingu hefur orðið til gríðarlega sterkt afl sem mun geta komið í gegn róttækum kerfisbreytingum í þágu hins almenna manns. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Villhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Vilhjálmur segir kerfisbreytingarnar sem verkalýðsforustan vill ráðast í séu á fjölmörgum sviðum “ til dæmis á skattkerfinu, í húsnæðismálunum og á fleiri sviðum sem skipta almenning máli„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila