Stjórnarmyndunarviðræðum slitið

Formenn þeirra flokka sem undanfarna daga hafa verið í stjórnarmyndunarviðræðum undir forustu Katrínar Jakobsdóttur hafa slitið viðræðunum. Þingflokkur Pírata telur þó að ekki hafi enn verið fullreynt að ná jákvæðri niðurstöðu í viðræðurnar sem þeir segja að gengið hafi vel. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þeir skilji áhyggjur af naumum meirihluta og telji hina augljósu leið vera að bjóða fleirum að viðræðuborðinu. Þá segir í tilkynningunni að samningaviðræðurnar hafi verið ánægjulegar og jákvæðar miðað við áherslur Pírata í nýafstöðnum kosningum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila