Stjórnmálamenn hljóta að hugsa sig um þegar bankar njóta meira trausts en þeir

Guðbjörn Guðbjörnsson.

Það kemur á óvart að Alþingi og borgarstjórn njóti minna traust en bankarnir og þá erum við komin í mjög alvarlega stöðu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn segir niðurstöðuna vera umhugsunarefni, ekki síst fyrir stjórnmálamenn “ stjórnmálamenn hljóta að hugsa sig um þegar í ljós kemur að bankarnir njóta almennt meira trausts en þeir, ég held að það hljóti bara að vera, maður vissi að traustið væri kannski ekki mikið en að það sé svona lítið er alvarlegt mál„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila