Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins funduðu um stöðuna á vinnumarkaði

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað um ýmis viðfangsefni sem lúta að samskiptum vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá því í desember 2017. Fundirnir hafa verið tíu talsins og allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundina hafa setið forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þ.e. Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands auk forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar, þ.e. forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hefur ríkissáttasemjari sótt fundina auk þess sem félags- og jafnréttismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa sótt fundi eftir þörfum. Meðal málefna sem tekin hafa verið á fundunum eru launaþróun kjörinna fulltrúa, stefnuna í húsnæðismálum, endurskoðun tekjuskattkerfisins og fleiri mál sem snúa að félagslegum umbótum í samfélaginu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila