„Stöndum frammi fyrir miklu uppbroti á þjóðríkinu innan frá“

Séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti

Séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti

Hnignun samfélaga má rekja til þess að frjálslyndisstefna sé orðin of ráðandi ráðandi í veröldinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Séra Geirs Waage sóknarprests í Reykholti í síðdegisútvarpinu á föstudag en Geir var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Geir segir líberalisma ekki gefa neitt svigrúm til annara viðhorfa og því valdi hann hnignun og upplausn „ og við stöndum frammi fyrir miklu uppbroti á þjóðríkinu innan frá, vegna þess að líberalisminn er orðinn svo sterkur alls staðar og hann er orðinn svo einrænn, hann er orðinn svo frekur að hann tekur ekki lengur tillit til annara viðhorfa, sem honum er þó skylt að gera því hann býr ekki yfir stóra sannleika í veröldinni„,segir Geir. Viðtalið við Geir má hlusta á hér fyrir neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila