Stórbruni raskar daglegu lífi í Stokkhólmi

Miklar raskanir hafa orðið á daglegu lífi þeirra sem búa og starfa í miðborg Stokkhólms í Svíþjóð vegna stórbruna við Stureplan. Slökkvilið hefur linnulaust barist við eldinn sem logar í húsi sem bæði er íbúðar og atvinnuhúsnæði en eldurinn hafði logað í töluverðan tíma áður en fyrstu aðgerðir slökkviliðsins hófust. Talið er að nokkrir gaskútar sem í húsinu voru hafi sprungið þegar eldurinn kom upp og því magnaðaðist hann umtalsvert um tíma. Ekki er talin mikil hætta á að eldurinn berist í nærliggjandi byggingar þar sem tekist hefur að ná tökum á ástandinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila