Strandveiðibátum fækkar milli ára

Þeim bátum sem leggja stund á strandveiðar hefur fækkað talsvert milli ára en frá því í fyrra hefur bátunum fækkað um 68. Í fyrra sóttu alls 628 bátar á strandveiðar en í ár eru bátarnir 560 talsins. Af þessu leiðir óhjákvæmlega að minni heildarafli hefur komið að landi en í fyrra var afli bátanna 5178 tonn en í ár er aflinn 4607 tonn. Að meðaltali var afli hvers bát eftir hverja sjóferð í fyrra var 596 kíló en í ár er dagsaflinn að meðaltali 603 kíló.

Athugasemdir

athugasemdir