Sveitabörn fá síður astma og ofnæmi

sveitabarnAlþjóðleg rannsókn hefur staðfest að einstaklingar hafa alist upp á landsbyggðinni fái síður astma eða ofnæmi á lífsleiðinni en þeir sem alast upp í þéttbýli. Þá sýndi rannsóknin framkvæmd var á einstaklingum á aldrinum 26-54 ára í 14 löndum að þeir einstaklingar sem alast upp á sveitabæjum séu með sérstaklega sterkt ónæmiskerfi. Rannsóknin sýndi einnig að þeir sem höfðu alist upp fyrstu fimm ár ævi sinnar í sveit væri helmingi líklegri en þeir sem alist höfðu upp í sveit öll sín æskuár að fá ofnæmi eða astma. Þá var lungnavirki einstaklinganna könnuð sérstaklega og leiddu niðurstöðurnar í ljós að konur sem ólust upp í sveit höfðu mun betri lungnavirkni en þær sem ólust upp í borg, athygli vekur að enginn munur var á karlkyns þáttakendum rannsóknarinnar hvað þennan þátt rannsóknarinnar varðaði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila