Svíar þakklátir lögreglunni fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum

Kveðjum, blómum og þakkarkortum hefur bókstaflega rignt yfir sænsku lögregluna undanfarna daga vegna baráttu hennar gegn hryðjuverkamönnum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hafa svíar sem lagt hafa leið sína á Drottningargötu lagt blóm á lögreglubíla og afhent lögreglumönnum blómvendi. Þrátt fyrir þakklæti almennings hafa stjórnmálamenn efasemdir og hefur Anna Kinberg leiðtogi Moderata krafist þess að Anders Thornberg yfirmaður sænsku leynilögreglunnar og Dan Eliasson ríkislögreglustjóri Svíþjóðar verði kallaðir fyrir þingið og verði látnir svara því hvers vegna hryðjuverkamanninum sem ók niður fólkið á Drottningargötu hafi ekki verið vísað úr landi eins og átti að gera.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila