Svíþjóðardemókratar í lykilstöðu eftir kosningarnar

Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata.

Svíþjóðardemókratar eru komnir í lykilstöðu eftir kosningarnar í Svíþjóð, en flokkurinn bætti við sig mest fylgi allra flokka og fékk tæp 18% atkvæða. Jimmie Åkesson formaðir flokksins segir að flokkurinn sé reiðubúinn til viðræðna við alla flokka, en allir hefðbundnu flokkarnir höfðu fyrir kosningarnar útilokað samstarf við Svíþjóðardemókrata. Ljóst er að nær ógerlegt er fyrir þá flokka að uppfylla þau loforð enda gæti reynst mjög erfitt að mynda stjórn án aðkomu flokksins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila