Sýklalyfjanotkun eykst um 3%

Árleg skýrsla Embættis landlæknis um sýklalyfjanotkun og algengi sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi hjá mönnum og dýrum er komin út.
Í skýrslunn sem er samstarfsverkefni sóttvarnalæknis, sýklafræðideildar Landspítala og Lyfjastofnunari kemur fram að sýklalyfjanotkun hjá mönnum jókst um rúm 3% árið 2017 frá fyrra ári. Í tilkynningu á vef embættisins kemur meðal annars fram að á þessu ári hafi verið ráðist í vinnu með læknum sem miðar að því að efla vitund þeirra og bæta ávísanavenjur þeirra vegna sýklalyfja til að draga úr notkun þeirra. Útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er álitin ein helsta heilbrigðisógn samtímans segir í tilkynningunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila