Taka þarf á skattbyrði þeirra tekjulægstu

Karl Gauti Hjaltason þingmaður Flokks fólksins og Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Það er ljóst að taka þarf á skattbyrði tekjulægstu hópanna í samfélaginu og finna leiðir til þess að bæta fjárhagslega stöðu þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Flokks fólksins og Willum Þórs Þórssonar þingmanns Framsóknarflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Karl og Willum eru sammála um að staða þeirra tekjulægstu sé algjörlega óviðunandi og segjast bíða spenntir eftir því hvort stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar muni taka á þeim málum. Þá ræddu þeir félagar um í þættinum þau helstu málefni sem hafa verið ofarlega í umræðunni í aðdraganda kosninganna og er ljóst að mikill samhljómur er á meðal flokkanna tveggja hvað varðar áherslur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila