Tekist á um borgarmálin

Marta Guðjónsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Soffía Kristín Jónsdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykavík og Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti Höfuðborgarlistans.

Frambjóðendur þriggja framboða í Reykjavík, þær Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti Höfuðborgarlistans, Kristín Soffía Jónsdóttir frambjóðanda Samfylkingarinnar og Marta Guðjónsdóttir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag og tókust á um borgarmálin. Frambjóðendurnr ræddu meðal annars um húsnæðismálin en Kristín Soffía fulltrúi meirihlutans segir þau mál í góðu lagi, og til marks um það bendi hún á að í lóðaútboði á dögunum hafi ekki verið boðið í sumar lóðirnar. Þá var einnig tekist á um velferðarmál og menntamál, auk samgöngumála og sitt sýndist hverjum um hvaða leiðir eigi að fara í þeim málaflokkum. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila