Telja Flugfélag Íslands ekki geta sinnt flugi til Ísafjarðar með ásættanlegum hætti

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur Flugfélag Íslands ekki geta sinnt flugi til Ísafjarðar með fullnægjandi hætti þar sem vélakostur félagsins sé ekki nægilega góður. Þetta kemur fram í áskorum sem bæjarráð sendi yfirvöldum og Flugfélagi Íslands á dögunum en forvarsmenn flugfélagsins hafna fullyrðingum bæjarráðsins. Um nokkurt skeið hafa farið fram bréfaskriftir milli bæjarráðsins og flugfélagsins þar sem sjónarmiðum bæjarráðsins um framtíðarsýn loftsamgangna hefur verið komið á framfæri og úrbóta krafist á því sem bæjarráðið telur ábótavant. Forsvarsmemm Flugfélags Íslands benda á að allar þær vélar sem sinna flugi til og frá Ísafirði séu vel til þess fallnar og vel búnar til þess að sinna flugi við þær krefjandi aðstæður sem takast þarf á við í flugi til Ísafjarðar. Eins og mörgum er kunnugt er flug til og frá Ísafjarðarflugvelli nokkuð erfitt þar sem hlíð liggur við brautarendann og því þurfa flugmenn að sveigja frá hlíðinni rétt eftir flugtak.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila