Telur að efla þurfi landamæragæslu á Íslandi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins, formaður Framfarafélagsins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Íslendingar verða að huga að eigin öryggi og efla þarf landamæragæslu í ljósi aukinnar hryðjuverkaógnar og óstjórnar í landamæramálum Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Framsóknarflokksins, formanni Framfarafélagsins og fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við hann á föstudag. Sigmundur segir íslendinga einfaldlega ekki geta litið framhjá þeirri hryðjuverkaógn sem að heiminum steðji í dag og mikilvægt sé að vera á varðbergi, hann segir stjórnleysi einkenna landamæramál Evrópusambandsins „ maður hefur horft á með hryllingi upp á stjórnleysi í Evrópusambandinu hvað þessi mál varðar, hvert land einhvern vegin að fara sína leið, eitt land vinnur gegn öðru og þetta er bara ekki að virka þetta grundvallaratriði hjá Evrópusambandinu sem eru ytri landamærin„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila