Telur að einkavæðing bankanna geti haft slæm áhrif á efnahagslífið og heimilin

frostisigurjonssonFrosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags og viðskiptanefndar segist hafa miklar efasemdir um að það sé skynsamlegt fyrir almenning á Íslandi að bankarnir verði einkavæddir. Frosti sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að ef bankarnir verði einkavæddir sé hætta á að þeir mergsjúgi efnahagslífið og heimilin “ þetta bankakerfi stendur uppi í megin atriðum af þremur mjög stórum bönkum sem eru í fákeppni og geta nánast skammtað sér hagnað og ef einhver kaupir bankana, einhverjir fjárfestar hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir þá náttúrulega stefna þeir að því að hámarka arðsemi sína, og í fákeppni er svolítið hætt við því að þessir bankar geti nánast skammtað sér hagnað og mergsogið efnahagslífið og heimilin„,segir Frosti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila