Telur fasteignabólu enda með skelfingu fyrir skuldug heimili

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að fasteignabólan sem upp sé komin hér á landi muni enda með skelfingu ef ekkert verður að gert. Vilhjálmur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir að hann óttist að bólan muni hafa alvarleg áhrif falli gengið “ einfaldlega vegna þess að ef við skoðum gengi íslensku krónunnar sem nú er íslenskum neytendum mjög hagkvæmt, og nú eru útflutningsaðilar farnir að tala um að gengið þurfi að fara að falla, en þegar það mun falla þá skellur það af fullum þunga á skuldir íslenskra heimila, og þegar fasteignaverðið hefur hækkað svona mikið og unga fólkið og aðrir sem hafa verið að taka mjög dýr lán, þá getið þið ímyndað ykkur hvaða afleiðingar það hefur ef verðbólgan fer hér upp í 4 eða 5 prósent„,segir Vilhjálmur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila