Telur fjölmiðla almennt neikvæða í garð ríkisstjórnarinnar

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og bloggari

Páll Vilhjálmsson segir að hægt sé að merkja í umfjöllun fjölmiðla að flestir þeirra séu neikvæðir í garð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls í síðdegisútvarpinu í dag “ um RÚV þarf kannski ekki að fjölyrða, þeir eru svona ríkisútvarp vinstrimanna og stökkva á flest og jafnvel búa til ferli sem klekkir á pólitískum andstæðingum þess. Fréttablaðið er svolítið geðklofa, í einn stað er þetta málgagn auðmanns sem á þetta undir formerkjum eiginkonu sinnar og í hinn staðinn eru þeir að vera með svona burði til þess að vera með hlutlæga fréttamennsku. Svo eru það aðrir miðlar sem eru Pressan, Eyjan, Kjarninn og Stundin, og jú ég myndi halda að fjölmiðlar væru á móti frekar en með ríkisstjórninni svona almennt„,segir Páll. Viðtalið við Pál verður endurflutt kl.23:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila