Telur íslenska aðila á bak við fyrirhugaðan einkaspítala

IMG_0492Jóhannes Björn Lúðvíksson rithöfundur og samfélagsrýnir telur nær öruggt að íslenskir aðilar standi að fyrirhuguðum einkaspítala sem fyrirhugað er að rísi í Mosfellsbæ. Jóhannes sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir að slá megi því föstu að það fé sem nota á til þess að reisa umræddan spítala séu aflandspeningar sem séu að koma til baka “  það er alveg nokkuð víst að þetta eru aflandspeningar sem eru að koma til baka, þetta er gert í gegnum Holland því þar er svo mikil leynd„. Jóhannesi líst illa á þær hugmyndir að reisa spítalann og segir það vera brjálæði “ það er bara algjörlega sannað með bandaríska heilbrigðiskerfinu að frjáls samkeppni gengur ekki á heilbrigðismarkaði„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila