Telur lest vera fjarlægan draum framtíðarinnar

Halldór Halldórsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Lestarkerfi verður ekki að veruleika á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi eftir 10-20 ár og er því aðeins fjarlægur draumur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Halldórssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Halldór telur að meirihlutinn setji fram hugmyndina um lestarkerfi til þess að nota sem afsökun og láta að því liggja að ekki taki því að byggja upp leiðarkerfi Strætó þar sem verið sé að koma upp lestarkerfi. Hann segir miklu nær að einbeita sér að því að gera strætisvagnakerfið skilvirkara “ það mætti til dæmis auka tíðni ferða, það hentar líka betur„.

 

Athugasemdir

athugasemdir