Telur þingmenn hafa gott af því að fara á sjóinn til að læra mannleg samskipti

Jón Ragnar Ríkharðsson.

Þeir þingmenn sem ekki hafa viljað vinna við hlið þeirra þingmanna sem sáu fundinn fræga á Klausturbar hefðu gott af því að fara á sjóinn til þess að læra mannleg samskipti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jón Ragnars Ríkharðssonar sjómanns og varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Jón Ragnar segir að sjómenn séu þegar öllu er á botnin hvolft snillingar í mannlegum samskiptum “ þó það hljómi ótrúlega þá eru sjómenn snillingar í mannlegum samskiptum, stundum kemur það fyrir að einhver er ráðinn á bátinn sem maður þolir ekki en menn finna sér bara leið til þess að starfa saman, hlið við hlið og það bara gengur vel upp„,segir Jón Ragnar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila