„Það á að kalla Geir Haarde tafarlaust heim frá Washington“

Geir Haarde í Landsdómi.

Það ætti að kalla Geir Haarde heim frá Washington án tafar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í samtali hennar og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun. Í samtalinu ræddu Arnþrúður og Pétur um leyniupptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokk fólksins en í upptökunni sem tekin var upp án vitundar þingmannana varpaði Gunnar Bragi meðal annars ljósi á hrossakaup með sendiherrastöður þar sem hann skipaði Geir Haarde sem sendiherra í Washington þrátt fyrir að Geir hafi hlotið dóm í Landsdómi. Í þættinum benti Arnþrúður meðal annars á að Gunnar Bragi hefði með þessu brotið gegn trúnaðarskyldu opinberra embættismanna.

Hegðun sem viðgengist hefur lengi

Þá benti Arnþrúður á að hegðun þingmannana sé hegðun sem hefur viðgengist lengi “ þetta er í raun ekkert nýtt en það sem er nýtt er að þetta næst á upptöku, það er einmitt á svona sellufundum þar sem þetta gerist „,segir Arnþrúður og bætir við að um sé að ræða dæmigerða karlahegðun þar sem karlar veitast að konum sem séu í stjórnunarstöðum því þeir einfaldlega þoli ekki að konur séu yfirmenn þeirra. Hlusta má á samtal Arnþrúðar og Péturs í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila